Innlent

Gleðispillar úr innri endurskoðun og fjölgun í skemmtinefndum

Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn.
Vilhjálmur Árnason prófessor leiddi hópinn.

Berlegt áhugaleysi var innan bankanna á vönduðum vinnubrögðum og virðingaleysi fyrir lögum og reglum ríkti þar. Þetta er meðal niðurstaðna sérfræðinga sem fóru yfir siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna.

Í bönkunum eftir einkavæðingu naut lítill hópur stærstu eiganda mikilla forréttinda, almenningur áttaði sig ekki á breyttum starfsháttum en fjölmörg dæmi eru um það hvernig reynt var að blekkja einstaklinga til viðskipta.

Þeir sem áttu að koma að innra eftirliti bankanna og tryggja góða starfshætti innan bankanna var gert erfitt fyrir og á þá var litið sem gleðispilla en frekar en mikilvægan þátt til að tryggja heilbrigða viðskiptahætti. Skemmtideildir voru hins vegar efldar mjög og störfuðu þar fleiri en við eftirlit.

Almennt virðist litið á reglurnar sem hindranir sem eigi að reyna að sniðganga frekar en leiðbeiningar um vandaða starfshætti.

Þá virðist pólitísk lömunarveiki ríkt meðal stjórnmálamanna, eins og það er orðað í skýrslunni og orðið til aðgerðaleysis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×