„Ég nánast skammast mín fyrir það hvernig við komum inn í þennan leik," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld en hann var allt annað en ánægður með sína menn.
„Það var allt of hátt spennustig á mönnum fyrir leikinn og við grófum okkur bara of djúpa holu sem erfitt var að komast upp úr. Það voru ákveðnir möguleikar fyrir okkur í lokin en við náðum ekki að nýta okkar það og það kostaði okkur þetta tap," sagði Hrafn.
„Við náðum alls ekki að spila okkar leik hér í kvöld. Strákarnir eru vanir að spila hörku vörn og ná í mikið af fráköstum en þessir hlutir voru bara ekki til staðar. Keflvíkingarnir fengu bara að vaða upp völlinn og spila sinn leik, en mér fannst slæm spilamennska í fyrri hálfleik vera of dýr fyrir okkur," sagði Hrafn svekktur eftir leikinn í kvöld.
Hrafn: Komum allt of hátt stemmdir inn í leikinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti



Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti




Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
