Vettel: Hvert mót mikilvægt í lokaslagnum 26. ágúst 2010 14:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundi í Spa í Belgíu i dag. Mynd: Getty Images Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sjö mót eru eftir í meistaramótinu í Fornúlu 1 og Sebastian Vettel hjá Red Bull segir titislaginn hefjast fyrir alvöru um helgina, en hann hefur lent í ýmsum ógöngum á árinu. Bíll hefur bilað hjá honum í móti, felguró losnaði af einu dekki þannig að dekkið fór undan í einni keppni. Hann gerði mistök fyrir aftan öryggisbílinn í síðustu keppni sem kostaði hann mögulegan sigur og hann hefur tapað stigum á þessum uppákomum. En hann sýtir ekki orðinn hlut, eins og kemur fram í frétt á autosport.com. "Við ættum að vera með fleiri stig. En það þýðir ekki að fást um ef og hefði. Það eru stigin sem skipta máli á stigatöflunni. Við ættum að hafa fleiri stig, en það eru önnur lið og aðrir ökumenn með svipaðar hugmyndir um eigin stöðu", sagði Vettel. "Staðan er eins og staðan er og við erum á byrjunarreit. Við verðum að einbeita okkur að hverju móti og hvert mót sem eftir eru skiptir máli. Ferrarri og McLaren munu pressa á lokasprettinum, en þeir eru í sömu stöðu og við og staðan er jöfn stigalega séð." "Stigagjöfin er öðruvísi en áður og þó munurinn virðist mikill á blaði, þá er hann nánast engin. Fernando Alonso náði tveimur góðum mótum og náði sér í toppslaginn. Það sýnir best hvað þetta er fljótt að breytast og maður verður að berjast til loka", sagði Vettel. Mótshelgin á Spa er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Stigastaðan 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 97 7 Nico Rosberg 94 8 Robert Kubica 89
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira