Viðskipti erlent

Spánn fær gula kortið hjá Moody´s

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar úr Aaa og niður í Aa1. Þetta hefur skapað óróa á mörkuðum í Evrópu sem opna flestir með niðursveiflu.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að þessi ákvörðun Moody´s komi ekki á óvart en bæði Fitch Ratings og Standard & Poor´s höfðu áður lækkað toppeinkunnir sínar fyrir Spán.

Spánn er stærsta hagkerfið af þeim í Evrópu sem glíma við mikinn skuldavanda. Raunar er stærð hagkerfisins slík að þrengingar í því hafa töluverð áhrif í öðrum löndum álfunnar öfugt við Grikkland og Portúgal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×