Framtíð Petrovs ræðst af árangri 14. júlí 2010 12:30 Vitaly Petrov ekur með Renault og er nýliði á árinu í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Orðrómur er um komu Kimi Raikkönen til Renault og það yrði þá á kostnað Petrovs, þar sem Robert Kubica hefur gert tveggja ára framhalds samning við Renault. Raikkönen keppir á þessu ári í heimsmeistaramótinu í rallakstri með Citroen og óljóst hvort hann vill snúa aftur eður ei. Petrov þarf að standa sig vel í þeim mótum sem eftir eru, ef hann á að halda sæti sínu hjá liðinu. "Framtíð hans er í hans höndum. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann er besti nýliðinn. Hann hefur gert magnaða hluti á köflum, en þarf stöðugleika. Við þörfnumst þess að báðir ökumenn séu að vinna liðinu stig og þess vegna verður til orðrómur um sæti hans hjá liðinu", sagði Eric Boullier hjá Renault í frétt á autosport.com í dag. "En við stöndum þétt við bakið á honum og erum ánægðir að hafa hann hjá liðinu og munum gera allt til að hjálpa honum að taka lokaskrefið. Þangað sem við viljum að hann sé", sagði Bouillier. Renault er með 89 stig og af þeim hefur Kubica náði í 83 stig. Liðið er í fjórða sæti, 37 stigum á eftir Mercedes.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira