Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 06:30 Helga Margrét. Fréttablaðið/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada. Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada.
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira