Sport

Hundrað prósent vinningshlutfall hjá Guðmundi á HM í liðakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur E. Stephensen.
Guðmundur E. Stephensen.
Guðmundur E. Stephensen var í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM í liðakeppni fór fram í Moskvu 23. til 30. maí 2010. Íslenska landsliðið lék átta leiki og vann aðeins þrjá þeirra á móti Madagaskar, Lais og Kosta Ríka.

Íslenska landsliðið var skipað þeim Guðmundi E. Stephensen, Magnúsi K. Magnússyni og

Daða Guðmundssyni sem eru allir frá borðtennisdeild Víkings.

Guðmundur E. Stephensen lék mjög vel á mótinu og var með hundrað prósent vinningshlutfall þar sem hann sigraði allar sínar sextán viðureignir. Guðmundur tapaði aðeins einni lotu í mótinu en íslenska liðið vann aðeins þrjár viðureignir án hans á mótinu.

Kínverjar urðu Heimsmeistarar í karlaflokki en Singapúr í kvennaflokki.

Íslenska landsliðið lék 8 landsleiki og urðu úrslitin eftirfarandi:

Ísland - Líbanon 2 - 3

Ísland - Makedónía - 2 - 3

Ísland - Madagaskar 3 - 1

Ísland - Angóla 2 - 3

Ísland - San Marinó 2 - 3

Ísland - Laos 3 - 1

Ísland - Kosta Ríka 3 - 1

Ísland - Makedónia 2 - 3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×