Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp 11. júní 2010 12:54 Robert Kubica ekur með Renault, en vann síðasta mótið í Kanada sem fór fram árið 2008. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira