Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar sagði við Samfylkingarmenn, sem saman eru komnir á Hótel Borg í kvöld, að skilaboðin úr kjörkössunum í dag væri krafa um breytingar. Hann sagði að kosningabaráttan hefði verið ein sú óvenjulegasta sem hann hefði upplifað. Samfélagið hefði gjörbreyst og það væru skrýtnir tímar. Nýtt framboð hefði engið 38% en Samfylkingin hefði hins vegar haldið sínu fylgi frá því fyrir fjórum árum síðan.

