Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili 14. september 2010 06:00 Húsbrot Mennirnir sem réðust inn á heimili feðga á laugardag brutu rúðu í útidyrahurð og notuðu svo slökkvitæki sem var á ganginum til að brjóta sér leið inn í íbúð feðganna. Búið var að negla fyrir glugga í húsinu í gær. Fréttablaðið/Valli Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent