Button: Pressa á Webber í næstu mótum 8. október 2010 10:58 Jessica Mishibata og Jenson Button eru kærustupar, en hún er fyrirsæta og ættuð frá Japan. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira