Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi 18. október 2010 13:17 Vitaly Petrov er stoltur að byggð verður Formúlu 1 braut í Rússlandi og keppt þar 2014 ef allt gengur eftir. Mynd: Getty Images Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira