Sport

Ármenningar og JR-stúlkur sveitameistarar í júdó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigursveit Ármanns í karlaflokki er fyrir miðju í hvítum búningum, JR-A er lengst til hægri  í hvítum og bláum búningum, og bronsverðlaunahafarnir frá KA-A og JR-B eru þá hægramegin við sigurvegaranna.
Sigursveit Ármanns í karlaflokki er fyrir miðju í hvítum búningum, JR-A er lengst til hægri í hvítum og bláum búningum, og bronsverðlaunahafarnir frá KA-A og JR-B eru þá hægramegin við sigurvegaranna.
Karlasveit Ármanns og kvennsveit Júdófélags Reykjavíkur urðu í gær Íslandsmeistarar í sveitakeppni i júdó. Það voru átta karlasveitir og tvær kvennasveitir sem tóku þátt í Sveitakeppninni að þessu sinni en keppt er í fimm manna sveitum í fimm þyngdarflokkum.

Karlasveitirnar keppa í -66,-73,-81,-90 og +90 kg þyngdarflokkum en konurnar keppa í -52,-57,-63,-70,og +70kg þyngdarflokkum. Sú sveit vinnur síðan sem landar flestum vinningum í þessum fimm flokkum.

Í kvennaflokki vann sveit JR (Júdófélags Reykjavíkur) 3-2 sigur í úrslitaleiknum á móti sveit Júdódeildar KA en í karlaflokki unnu Ármenningar 3-2 sigur á A-sveit JR. Þar voru margar gríðalega spennandi viðureignir sem sumar hverjar gátu endað hjá hvoru liðinu sem var.

Í þriðja sæti voru tvær sveitir jafnar og skiptu því á milli sín bronsverðlaununum og voru það sveit JR-B og sveit KA-A.

JR stúlkurnar eru í hvítum búningum en sveit KA er í bláum búningum.
Þormóður Árni Jónsson úr JR og Helga Hansdóttir úr KA voru í gær valin júdófólk ársins en efnilegasta júdófólkið var valið Ingi Þór Kristjánsson úr JR og Ásta Lovísa Arnórsdóttir úr JR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×