Nágrannar sætti sig við tvöföldun á húsi gar@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 06:30 Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir keyptu Mávanes 17 og eru að byggja 786 fermetra einbýlishús á lóðinni. Fréttablaðið/Arnþór Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin. Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin.
Innlent Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira