Nágrannar sætti sig við tvöföldun á húsi gar@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 06:30 Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir keyptu Mávanes 17 og eru að byggja 786 fermetra einbýlishús á lóðinni. Fréttablaðið/Arnþór Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin. Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin.
Innlent Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira