Innlent

Bankarnir 20 földuðust að stærð á sjö árum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Hreinsson kynnir niðurstöður nefndarinnar. Mynd/ Kristófer.
Páll Hreinsson kynnir niðurstöður nefndarinnar. Mynd/ Kristófer.
Vöxtur og stærð bankanna árin fyrir fall þeirra var allt of ör, sagði Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur á blaðamannafundi Rannsóknarnefndar Alþingis sem hófst klukkan hálfellefu í morgun. Hún sagði að bankarnir hefðu tuttugufaldast að stærð á stærð á sjö árum.

Þá sagði Sigríður að hagstjórnin hefði átt sinn þátt í vexti bankanna. Hvorki með ríkisfjármálum né peningastefnu hefði verið unnið að því að bregðast við ójafnvægi í hagkerfinu. Stýrivextir hefðu verið of lágir í upphafi uppsveiflunnar.

Sigríður sagði að mikið fé hefði verið sótt á erlenda skuldabréfamarkaða. Eitt árið hafi bankarnir sótt lán sem samsvöruðu allri landsframleiðslunni það árið. Hún sagði að greiðslubyrði bankanna hefði verið allt of mikil. Þá sagði Sigríður að mikið hefði skort upp á eftirlit með bankakerfinu. Fjármálaeftirlitið hefði verið undirmannað og það hafi líka skort starfsfólk með nægjanlega reynslu.

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndarinnar, sagði að í skýrslunni væru fjöldamörg álitaefni sem þyrfti að taka afstöðu til. Hann benti á að Alþingi þyrfti að taka til endurskoðunar fjölda laga sem lúti að fjármálamarkaðnum. Þá þyrfti að taka stjórnarráðið til gagngerrar endurskoðunar. mikið fé sótt á erlenda skuldabréfamarkaða - eitt árið hafi verið sótt lán sem samsvaraði landsframleiðslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×