Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það voru skoruð alls 26 mörk í þessum leikjum. Valskonur eru komnar með sjö stiga forustu á toppnum eftir 7-2 sigur á Haukum en Fylkir og Stjarnan unnu flotta sigra í kvöld, Fylkir vann 5-3 sigur á Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu 6-0.
Valskonur lentu undir á móti botnliði Haukum en svöruðu með fjórum mörkum á 18 mínútna kafla. Haukakonur minnkuðu muninn í 4-2 fyrir leikhlé en Valskonur skoruðu síðan þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. Hin fimmtán ára Elín Metta Jensen skoraði í sínum fyrsta leik í efstu deild.
Anna Björg Björnsdóttir kom heldur betur við sögu þegar Fylkiskonur skoruðu þrjú mörk á aðeins ellefu mínútna kafla. Anna skoraði fyrsta markið og lagði upp hin tvö. Tap Blika þýðir að þær eru nú níu stigum á eftir Val.
Stjörnukonur fóru á kostum í 6-0 sigri á Aftureldingu þar sem Inga Birna Friðjónsdóttir og Lindsay Schwartz skoruðu báðar tvö mörk.
Margrét Þórólfsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á FH í Kaplakrika eftir að FH komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Valur-Haukar 7-2
0-1 Þórhildur Stefánsdóttir (5.), 1-1 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (14.), 2-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (27.), 3-1 Björg Gunnarsdóttir (28.), 4-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (32.), 4-2 Björg Magnea Ólafs (33.), 5-2 Elín Metta Jensen (81.), 6-2 Hallbera Guðný Gísladóttir (84.), 7-2 Katrín Jónsdóttir (90.+1).
Fylkir-Breiðablik 5-3
1-0 Sjálfsmark (2.), 1-1 Harpa Þorsteinsdóttir (13.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (15.), 2-2 Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (27.), 3-2 Anna Björg Björnsdóttir (60.), 4-2 Íris Dóra Snorradóttir (70.), 5-2 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (71.), 5-3 Sara Björk Gunnarsdóttir (86.)
Stjarnan-Afturelding 6-0
1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir, 2-0 Lindsay Schwartz, 3-0 Lindsay Schwartz, 4-0 Katie McCoy, 5-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, 6-0 Inga Birna Friðjónsdóttir.
FH-KR 1-2
1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (21.), 1-1 Sonja Björk Jóhannsdóttir (40.), 1-2 Margrét Þórólfsdóttir (75.)
Fylkir skoraði fimm á móti Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
