Innlent

Afhenti átakinu 300 þúsund

Gunnlaugur afhenti peningana á Grensásdeildinni í gær.
Gunnlaugur afhenti peningana á Grensásdeildinni í gær. fréttablaðið/arnþór
Söfnunarátakið Á rás fyrir Grensás fékk í gær 300 þúsund króna styrk frá Gunnlaugi Júlíussyni hlaupara.

Upphæðin er afrakstur bókar Gunnlaugs, Að sigra sjálfan sig. Þetta er í annað sinn sem Gunnlaugur styrkir átakið, en átakið hófst formlega með hlaupi hans frá Grensásdeildinni til Akureyrar síðasta sumar.

Markmiðið með söfnuninni, sem Edda Heiðrún Backman kom af stað undir merkjum Hollvina Grensásdeildar, er að safna 500 milljónum króna. Með þeirri upphæð á að byggja 1500 fermetra við Grensásdeildina. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×