Webber og Vettel frjálst að berjast 25. september 2010 08:40 Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir í Singapúr í gær og mega keppa innbyrðis um titilinn. Mynd: Getty Images Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira