Innlent

Enginn gekkst við ábyrgð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde er einn þeirra sem Rannsóknarnefndin telur að sé sekur um vanrækslu í starfi. Mynd/ GVA.
Geir Haarde er einn þeirra sem Rannsóknarnefndin telur að sé sekur um vanrækslu í starfi. Mynd/ GVA.
Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar.

Eins og fram hefur komið telur Rannsóknarnefnd Alþingis að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hafi sýnt af sér af sér vanrækslu í aðdraganda að bankahruninu. Sama eigi við um Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjórana þrjá sem störfuðu í aðdraganda falls bankanna.

Eins og komið hefur fram fengu tólf einstaklingar tækifæri til þess að tjá sig um það sem borið er á þá í skýrslunni. Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi nefndarinnar að enginn af þeim sem sakaðir eru um að hafa sýnt af sér vanrækslu og sendu nefndinni svör hafi gengist við ábyrgð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×