Handbolti

"Heyrðum ekki í hvor öðrum inni á vellinum" - 1300 manns í Höllinni á Akureyri

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Daníel Berg.
Daníel Berg. Fréttablaðið
“Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var en þeim tókst að klára þetta. Þeir voru bara sterkari undir lokin,” sagði sársvekktur Daníel Berg Grétarsson eftir leikinn gegn Akureyri í kvöld.


Akureyri vann 32-31 og er enn með fullt hús á toppi deildarinnar.

“Við tókum hræðilega ákvörðun undir lokin þegar rétthendur maður fer inn úr hægra horninu. Við höfðum verið að spila skynsamlega fram að því. Oft þarf lítið til að snúa leikjum og eftir þetta datt allt með þeim”, sagði Daníel.

Hann gat skorað undir lokin en vörn Akureyrar varði skot hans á lokasekúndunni.


"Ég hélt að við myndum klára þá eftir að við náðum tveggja marka forystu þegar lítið var eftir. Þetta er mjög svekkjandi,” sagði Daníel sem fannst umgjörðin þó frábær.



“Við gátum ekki talað saman inni á vellinum, slíkur var hávaðinn. Við þurftum bara að gefa merki. Það er langt síðan maður hefur upplifað svona og þetta gerist ekki oft á Íslandi,” sagði Daníel en tæplega 1300 manns studdu Akureyringa dyggilega í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×