Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Valur Grettisson skrifar 19. október 2010 17:06 Héraðsdómur Reykjavíkur. Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs. Stím málið Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs.
Stím málið Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira