Fótbolti

Mourinho: Minn ferill verður jafnlangur og hjá Ferguson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/AFP
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var eins og vanalega í essinu sínu þegar hann mætti á blaðamannafund á Santiago Bernabeu í dag en þar talaði hann um að fá að þjálfa spænska stórliðið væri eins og að komast til tunglsins.

Þjálfaraferill Jose Mourinho spannar nú heilan áratug en hann hefur auk Real Madrid þjálfað Benfica, Uniao de Leiria, FC Porto, Chelsea og Internazionale síðan að hann fékk sitt fyrsta tækifæri með Benfica í september 2000.

„Þessi tíu ár hafa liðið mjög hratt," sagði Jose Mourinho en framundan er deildarleikur við Espanyol á heimavelli á morgun.

„Ég hef sömu ástríðu í dag og ég hafði fyrir tíu árum og sú ástríða mun ekkert breytast á næstu tíu árum," sagði hinn 47 ára gamli Mourinho.

„Ég held að ég verði eins og Ferguson. Þegar ég verð sjötugur þá verð ég ennþá með sömu ástriðu fyrir að þjálfa," sagði Mourinho en Sir Alex Ferguson, þjálfari Manchester United fagnar sjötugsafmæli sínu í desember 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×