Sláttuvélablús Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. júní 2010 06:00 Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar. Á nokkurra hundraða fermetra svæði er ég umkringdur fimm sláttuvélum. Þær tala hver með sínu hljóði, sumar rafdrifnar, aðrar keyrðar bensínblöndum. Mínir grannar vilja hafa bleðlana sína stuttklippta og þó þurrkurinn hafi verið skæður það sem liðið er af júní eru menn komnir í annan umgang í slætti. Grasið, sem víðast stendur á gömlum meiði á mínum slóðum, sprettur vel í þurrki, það er einungis gras af yngri fræstofnum sem hefur tilhneigingu til að skrælna í sólinni - útlent gras sem þekkir sig ekki í íslenskri jörð og hagar sér sem útlenskt. Moldin á Hólavöllunum er enda þegar komið er stungu niður samþjappaður jökulleir sem mettast vel af vatni en er að sama skapi þungur fyrir rótarvöxt, vonlaus fyrir kartöflur til dæmis. Ofan á honum er setlag sem hefur safnast saman á þessum rétt hundrað árum sem menn hafa staðið í garðrækt hér. Grasrótin er því liggjandi á grunnu lagi og vex vel - jafnvel í þurrki. Það þýðir slátt vikulega. Og svo er von á rigningu. Miðað við þorsta rótanna má búast við hörkusprettu um helgina. Þá vex grasið svo hratt að maður sér það spretta. Menn bera sig misjafnlega að við slátt. Það fer reyndar svolítið eftir vélum. Mörgum hættir til að þjösnast á vélinni í afkastaþrá en það er ekki góð taktík. Vélarnar skulu líða eftir flötinni í hægum gangi sláttumanns. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig skilið var við flötina að hausti. Hafi menn slórað og setið af sér síðasta slátt er hætt við að argaþýfið bjóði þá velkomna. Þá leggjast prúðustu menn í tuddaskap og hætta tám og snúrum í þverlyndislegum átökum við sinuna frá í fyrrahaust. Reyndar skil ég ekki að víðast hvar hafa menn lagt af slátt með orfi og ljá: bíð eiginlega eftir því að það verði hipp aftur. Ekki er hægt að hugsa sér betri bolvindu en það. Slær öllu við vilji menn ná af sér miðjunni. Orf eru fátíð orðin og ljái þarf að umgangast af varúð eins og forna rakhnífa. En mikið væri gaman að maður hætti að heyra skrölt í vélum, fimm í kór, og heyrði í staðinn syngjandi ljá fella grasið árla morguns eftir döggfagra dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar. Á nokkurra hundraða fermetra svæði er ég umkringdur fimm sláttuvélum. Þær tala hver með sínu hljóði, sumar rafdrifnar, aðrar keyrðar bensínblöndum. Mínir grannar vilja hafa bleðlana sína stuttklippta og þó þurrkurinn hafi verið skæður það sem liðið er af júní eru menn komnir í annan umgang í slætti. Grasið, sem víðast stendur á gömlum meiði á mínum slóðum, sprettur vel í þurrki, það er einungis gras af yngri fræstofnum sem hefur tilhneigingu til að skrælna í sólinni - útlent gras sem þekkir sig ekki í íslenskri jörð og hagar sér sem útlenskt. Moldin á Hólavöllunum er enda þegar komið er stungu niður samþjappaður jökulleir sem mettast vel af vatni en er að sama skapi þungur fyrir rótarvöxt, vonlaus fyrir kartöflur til dæmis. Ofan á honum er setlag sem hefur safnast saman á þessum rétt hundrað árum sem menn hafa staðið í garðrækt hér. Grasrótin er því liggjandi á grunnu lagi og vex vel - jafnvel í þurrki. Það þýðir slátt vikulega. Og svo er von á rigningu. Miðað við þorsta rótanna má búast við hörkusprettu um helgina. Þá vex grasið svo hratt að maður sér það spretta. Menn bera sig misjafnlega að við slátt. Það fer reyndar svolítið eftir vélum. Mörgum hættir til að þjösnast á vélinni í afkastaþrá en það er ekki góð taktík. Vélarnar skulu líða eftir flötinni í hægum gangi sláttumanns. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig skilið var við flötina að hausti. Hafi menn slórað og setið af sér síðasta slátt er hætt við að argaþýfið bjóði þá velkomna. Þá leggjast prúðustu menn í tuddaskap og hætta tám og snúrum í þverlyndislegum átökum við sinuna frá í fyrrahaust. Reyndar skil ég ekki að víðast hvar hafa menn lagt af slátt með orfi og ljá: bíð eiginlega eftir því að það verði hipp aftur. Ekki er hægt að hugsa sér betri bolvindu en það. Slær öllu við vilji menn ná af sér miðjunni. Orf eru fátíð orðin og ljái þarf að umgangast af varúð eins og forna rakhnífa. En mikið væri gaman að maður hætti að heyra skrölt í vélum, fimm í kór, og heyrði í staðinn syngjandi ljá fella grasið árla morguns eftir döggfagra dögun.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun