Íslenski boltinn

Dóra María: Óvæntasti Íslandsmeistaratitillinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Valsstúlkur fagna í dag.
Valsstúlkur fagna í dag. Mynd/HÞH
Dóra María Lárusdóttir bar fyrirliðaband Vals í dag, þar til Katrín Jónsdóttir kom inn á. Dóra gat fagnað vel eftir leikinn enda Íslandsmeistari með Val fimmta árið í röð.

Er þetta ekki óvæntasti titillinn þinn, miðað við aðdraganda?

"Það má segja að það sé það, ég bjóst alls ekki við því að vinna þennan titil í dag. Við nálguðumst leikinn eins, við ætluðum bara að sækja og vinna," sagði Dóra.

En er titilinn öðruvísi en aðrir? "Nei, kannski ekki. En þetta er alltaf sætt. Við höfum verið að bæta okkur frá ári til árs, það höfðu ekki margir trú á okkur í ár eftir að hafa misst menn í fyrra en við sýndum hvað við erum góðar."

"Að vinna tvöfalt tvö ár í röð, það gerist avarla sætara," sagði Dóra María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×