Vettel merkilegur og svalur persónuleiki 16. nóvember 2010 09:11 Heimsmeistaralið Red Bull mætti í sérstaka mótttöku í Austurríki í gær og Sebastian Vettel, Christian Horner, Adrian Newey og Mark Webber mættu í einkaþotu. Mynd: Getty Images Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. Sérstök mótttaka var fyrir sigurliðið í Austurríki í gær, en þar er Red Bull fyrirtækið staðsett þó keppnisliðið sé í Englandi. "Það er ótrúlegt að vinna tvo titla og þetta er búinn að vera tilfinningarík vika. Ég er stoltur af liðinu og mögnuð tilfinning að vera tvöfaldur heimsmeistari og ökumannstitilinn er rúsínan í pylsuendanum. Þetta er besta lið í heimi", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel náði forystu í stigamótinu í síðustu keppninni eftir að keppinautar hans, Fernando Alonso, Mark Webber og Lewis Hamilton höfðu allir leitt stigakeppnina á tímabilinu. Hann nældi í titilinn með sigri á sunnudaginn á meðan helsti keppinautur hans, Alonso varð sjöundi. Vettel stal hreinlega senunni í síðasta mótinu. "Það gekk upp og niður hjá honum á tímabilinu og hann var óheppinn og lenti í bilunum. En hann missti aldrei einbeitingu og núna er hann meistari eftir gott tímabil. Hann er merkilegur persónuleiki, sá svalasti af okkur öllum", sagði Horner. Vettel hefur verið studdur af Red Bull samsteypunni frá unda aldri og var hluti af ungliðaverkefni fyrirtækisins í akstursíþróttum. Horner er mjög sáttur að hafa gefið Vettel og Mark Webber frjálsar hendur með það að keppa innbyrðis og telur að það hafi hjálpað liðinu að landa titlunum tveimur. Verið hvatning. "Við studdum báða ökumenn jafnt, sem var rétt að gera. Sá besti vann og Mark stóð sig vel og getur verið stoltur af árangri sínum. Það að báðir ökumenn okkar voru í titilslagnum til síðasta móts er frábært", sagði Horner. Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. Sérstök mótttaka var fyrir sigurliðið í Austurríki í gær, en þar er Red Bull fyrirtækið staðsett þó keppnisliðið sé í Englandi. "Það er ótrúlegt að vinna tvo titla og þetta er búinn að vera tilfinningarík vika. Ég er stoltur af liðinu og mögnuð tilfinning að vera tvöfaldur heimsmeistari og ökumannstitilinn er rúsínan í pylsuendanum. Þetta er besta lið í heimi", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel náði forystu í stigamótinu í síðustu keppninni eftir að keppinautar hans, Fernando Alonso, Mark Webber og Lewis Hamilton höfðu allir leitt stigakeppnina á tímabilinu. Hann nældi í titilinn með sigri á sunnudaginn á meðan helsti keppinautur hans, Alonso varð sjöundi. Vettel stal hreinlega senunni í síðasta mótinu. "Það gekk upp og niður hjá honum á tímabilinu og hann var óheppinn og lenti í bilunum. En hann missti aldrei einbeitingu og núna er hann meistari eftir gott tímabil. Hann er merkilegur persónuleiki, sá svalasti af okkur öllum", sagði Horner. Vettel hefur verið studdur af Red Bull samsteypunni frá unda aldri og var hluti af ungliðaverkefni fyrirtækisins í akstursíþróttum. Horner er mjög sáttur að hafa gefið Vettel og Mark Webber frjálsar hendur með það að keppa innbyrðis og telur að það hafi hjálpað liðinu að landa titlunum tveimur. Verið hvatning. "Við studdum báða ökumenn jafnt, sem var rétt að gera. Sá besti vann og Mark stóð sig vel og getur verið stoltur af árangri sínum. Það að báðir ökumenn okkar voru í titilslagnum til síðasta móts er frábært", sagði Horner.
Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira