Fótbolti

Ragnar seldur til Ísraels?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð, gæti verið á leið til Maccabi Haifa í Ísrael ef marka má fréttir þaðan.

Fótbolti.net greinir frá því að ísraelskir fjölmiðlar fullyrða að viðræður séu nú gangi um kaupverð á Ragnari frá IFK.

Liðin munu hafa ræðst við áður en þá vildi IFK ekki selja Ragnar á minna en 200 milljónir króna. Maccabi Haifa sé reiðubúið að bjóða 150 milljónir íslenskra króna.

Ragnar á eitt ár eftir af samningi sínum og því er IFK sagt viljugt að selja hann nú í stað þess að hann fari frítt frá liðinu þegar að samningstímanum lýkur.

Ragnar hefur staðið sig vel í Svíþjóð undanfarin ár og hefur reglulega verið orðaður við ýmis félög víða í Evrópu. Hann hefur áður sagt að hann hafi engan áhuga á því að fara til Ísraels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×