Jólaleg hönnun 16. desember 2010 06:00 Mynd/Marinó Thorlacius Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli.Glithringir á aðventukrans Kertahringirnir hér til hliðar kallast Lyngkolur og eru hannaðir fyrir Bility af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Rúnu Thors. Hringina er upplagt að nota til að flikka upp á aðventukransinn og gera hann meira glitrandi. Hringirnir fást meðal annars hjá Kraum og í Epal.Bleikur hreindýrapúði Hlýlegir púðar í stofuna, skreyttir hreindýrum, sem lifa allan ársins hring en minna um leið á jólin. Hönnuðirnir eru Stáss-tvíeykið Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir. Púðarnir fást meðal annars í Epal, Mýrinni og í safnbúð Þjóðminjasafnsins.Gestabækur Rannveig Helgadóttir listmálari býr til fallegar handmálaðar bækur sem má nota sem gestabækur, undir uppskriftir eða hvaðeina. Bækurnar fást meðal annars í í Sirku á Akureyri og Magmatika í Mosfellsbæ.Undir konfektmolann Hellur sem hannaðar eru af Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur og eru sniðug vara. Hellurnar má nota sem disk undir kaffibolla og konfektmola, sushi, kökusneið, eða bara hvað sem fólki dettur í hug. Hellurnar fást meðal annars hjá Birkilandi.Sítrónufjöll sem pressa Þóra Breiðfjörð keramiker hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir hlýleg og frumleg verk sín. Þar má nefna kökudiska á nokkrum hæðum sem hún kallar Hrím og eiga einmitt vel við jólaborðið. Þessi sítrónufjöll eru hennar nýjasta nýtt og þjóna hlutverki sítrónupressu. Þau fást á vinnustofu Þóru á Skúlaskeiði í Hafnarfirði. -jma Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli.Glithringir á aðventukrans Kertahringirnir hér til hliðar kallast Lyngkolur og eru hannaðir fyrir Bility af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Rúnu Thors. Hringina er upplagt að nota til að flikka upp á aðventukransinn og gera hann meira glitrandi. Hringirnir fást meðal annars hjá Kraum og í Epal.Bleikur hreindýrapúði Hlýlegir púðar í stofuna, skreyttir hreindýrum, sem lifa allan ársins hring en minna um leið á jólin. Hönnuðirnir eru Stáss-tvíeykið Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir. Púðarnir fást meðal annars í Epal, Mýrinni og í safnbúð Þjóðminjasafnsins.Gestabækur Rannveig Helgadóttir listmálari býr til fallegar handmálaðar bækur sem má nota sem gestabækur, undir uppskriftir eða hvaðeina. Bækurnar fást meðal annars í í Sirku á Akureyri og Magmatika í Mosfellsbæ.Undir konfektmolann Hellur sem hannaðar eru af Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur og eru sniðug vara. Hellurnar má nota sem disk undir kaffibolla og konfektmola, sushi, kökusneið, eða bara hvað sem fólki dettur í hug. Hellurnar fást meðal annars hjá Birkilandi.Sítrónufjöll sem pressa Þóra Breiðfjörð keramiker hefur vakið mikla athygli síðustu árin fyrir hlýleg og frumleg verk sín. Þar má nefna kökudiska á nokkrum hæðum sem hún kallar Hrím og eiga einmitt vel við jólaborðið. Þessi sítrónufjöll eru hennar nýjasta nýtt og þjóna hlutverki sítrónupressu. Þau fást á vinnustofu Þóru á Skúlaskeiði í Hafnarfirði. -jma
Jól Jólafréttir Tíska og hönnun Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira