Fékk fjórar milljónir í framlög vegna prófkjörs 3. mars 2010 04:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir Framlög til Ragnheiðar eru ekki ýkja há miðað við samflokksmenn hennar í sömu kosningum. Þá söfnuðu sumir allt að 25 milljónum til að komast inn á þing. Fréttablaðið/pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa. Ragnheiður hefur sent blaðinu uppgjör um þetta, en Ríkisendurskoðun hafði hafnað beiðni hennar um að birta það. Lögbundin skylda stofnunarinnar til að birta þessar upplýsingar rann út um áramót, en með bráðabirgðaákvæði í lögum var henni gert að birta slík gögn aftur í tímann. Ragnheiði bar ekki skylda til að birta þessar upplýsingar. Hún gerir það til að koma í veg fyrir að leynd um framlögin verði til að draga úr trausti á setu hennar í nefnd sem á að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þingmaðurinn ítrekar þó í bréfi til blaðsins þá skoðun sína að lögin eigi ekki að vera afturvirk. Með því að nefna Baug gerist Ragnheiður þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins til að nafngreina styrktaraðila í prófkjörinu 2007. Það hafa þau Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir einnig gert. - kóþ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls fjórar milljónir og 250 þúsund krónur í framlög vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningarnar 2007, þar af hálfa milljón króna frá Baugi Group ehf. Önnur framlög lögaðila námu 2.750.000 krónum, undir hálfri milljón hvert og eitt. Ein milljón kom frá einstaklingum. Ragnheiður reiddi svo fram tæpar 2,5 milljónir úr eigin vasa. Ragnheiður hefur sent blaðinu uppgjör um þetta, en Ríkisendurskoðun hafði hafnað beiðni hennar um að birta það. Lögbundin skylda stofnunarinnar til að birta þessar upplýsingar rann út um áramót, en með bráðabirgðaákvæði í lögum var henni gert að birta slík gögn aftur í tímann. Ragnheiði bar ekki skylda til að birta þessar upplýsingar. Hún gerir það til að koma í veg fyrir að leynd um framlögin verði til að draga úr trausti á setu hennar í nefnd sem á að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þingmaðurinn ítrekar þó í bréfi til blaðsins þá skoðun sína að lögin eigi ekki að vera afturvirk. Með því að nefna Baug gerist Ragnheiður þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins til að nafngreina styrktaraðila í prófkjörinu 2007. Það hafa þau Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir einnig gert. - kóþ
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira