Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011 22. júlí 2010 14:58 Sebastian Vettel og Michael Schumacher á fundi með fréttamönnum í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. "Markmikið mitt er og var að vinna titilinn. Það er fókus minn og til þess er ég hér", sagði Schumacher m.a. í frétt á autosport.com. Hann hefur þegar gefið upp von um titil á þessu ári, en markmiðið er að vinna titilinn 2011. Schumacher gerði þriggja ára samning við Mercedes liðið og er á fyrsta ári samningsins. "Er ég ánægður með árangur minn á þessu ári. Það væri rangt að fullyrða slíkt. Það eru miklar væntingar gerðar til mín, en menn verða að vera raunsæir. Að byrja eftir þriggja ára hlé og ætlast til þess að ég væri á sama stað og þegar ég hætti er óraunhæft." "Ég mun taka mér tíma og njóta þess að þróast. Hlutirnir ganga upp og niður og það er hluti af akstursíþróttum. Ég er þess sannfærður að ég mun ná markmiðum mínum og stefni heilshugar að því", sagði Schumacher. Hann ekur á föstudagsæfingum á morgun sem verða sýndar á Stöð 2 Sport kl. 19.30 á morgun. Sýnt er beint frá æfingum kl. 8.55 á laugardag, tímatökunni kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Loks er Endamarkið sýnt strax eftir keppni. Tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. "Markmikið mitt er og var að vinna titilinn. Það er fókus minn og til þess er ég hér", sagði Schumacher m.a. í frétt á autosport.com. Hann hefur þegar gefið upp von um titil á þessu ári, en markmiðið er að vinna titilinn 2011. Schumacher gerði þriggja ára samning við Mercedes liðið og er á fyrsta ári samningsins. "Er ég ánægður með árangur minn á þessu ári. Það væri rangt að fullyrða slíkt. Það eru miklar væntingar gerðar til mín, en menn verða að vera raunsæir. Að byrja eftir þriggja ára hlé og ætlast til þess að ég væri á sama stað og þegar ég hætti er óraunhæft." "Ég mun taka mér tíma og njóta þess að þróast. Hlutirnir ganga upp og niður og það er hluti af akstursíþróttum. Ég er þess sannfærður að ég mun ná markmiðum mínum og stefni heilshugar að því", sagði Schumacher. Hann ekur á föstudagsæfingum á morgun sem verða sýndar á Stöð 2 Sport kl. 19.30 á morgun. Sýnt er beint frá æfingum kl. 8.55 á laugardag, tímatökunni kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Loks er Endamarkið sýnt strax eftir keppni. Tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá.
Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira