Webber kátur, Vettel hundfúll 29. maí 2010 18:14 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira