Sport

Helga hljóp á 14.95 í fyrstu þraut af sjö

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Arnþór
Helga Margrét Þorsteinsdóttir hóf keppni í sjöþraut á Evrópumótinu í Barcelona í dag. Helga var að ljúka við að hlaupa 100 metra grindahlaup sem hún gerði á 14,95 sekúndum og fékk hún 848 stig fyrir það.

Helga Margrét var í fyrsta riðli og hljóp á þriðju braut. Helga felldi grind um mitt hlaup og fipaðist við það. Helga lenti í sjöunda sæti í sínum riðli en einn keppandi lauk ekki hlaupinu.

Sú sem vann hlaupið var á 13.59 sekúndum og fékk 1037 stig.

Hennar besti tími er 14.19 en besti árangur hennar á tímabilinu 14.41.

Á HM unglinga í Kanada um síðustu helgi hljóp Helga á 14,39 sekúndum og fékk 924 stig.

Næsta grein er hástökk sem hefst klukkan 10.05.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×