Það koma alltaf jól Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 24. desember 2010 11:02 Það sem skapar jólin er hefðir. Þessu hef ég komist að á aðventunni. Auðvitað vissi ég þetta fyrir, en mér finnst sem fólk sé farið að halda fastar í hefðirnar en áður. Að minnsta kosti hafa margir talað meira um þær við mig á þessari aðventu. Hefðirnar eru sem sagt sameiginlegar flestum sem halda jól. Það sem okkur finnst hátíðlegt, og gerir jólin að jólum, er það sem við höfum alist upp við eða tileinkað okkur. Það getur verið afskaplega mismunandi eftir fólki. Það sem mér finnst mjög nauðsynlegt og hátíðlegt getur öðrum fundist algjör óþarfi. Frá því að ég man eftir mér hafa mín jól verið haldin á sama stað, utan eitt skipti. Alltaf hefur verið sami matur á boðstólum og alltaf er hlustað á aftansönginn í Dómkirkjunni á Rás eitt. Að sama skapi koma jólin ekki til mín nema ég hafi hlustað á jólakveðjurnar á Þorláksmessu (enda vann ég við að taka á móti kveðjunum á síðunglingsárum), en það er eina Þorláksmessuhefðin. Ég verð að fá heitt súkkulaði í hádeginu á jóladag og fara til ömmu minnar um kvöldið. Tilfinningin er sú að ef þetta gengur ekki allt eftir koma ekki jól. Jólin koma nú alltaf samt. Hversu vel eða illa þau eru undirbúin, hversu margar smákökusortir, jólakort eða gjafir eru til þá koma þau nú alltaf á sama degi og sama tíma. Og þótt það breytist aldrei breytist ýmislegt annað með tímanum, og ekki vill maður verða algjörlega fastur í viðjum gamalla hefða. Nýjar hefðir eru líka alltaf að verða til, bæði þegar nýtt fólk kemur inn í fjölskylduna með sínar eigin hefðir og samfara því að fólk eldist. Íslendingar eru sérlega góðir í því að halda jól og áramót, enda keppnisfólk upp til hópa. Þó að hefðirnar séu nú ólíkar er eitt sem mér finnst að allir eigi að tileinka sér á þessum árstíma. Eins væmið og það hljómar þá er það þakklæti. Ef einhvern tímann er tími til að vera væminn og þakklátur er það líka á jólum og áramótum, sama hvort það mikilvægasta er hækkandi sól, fæðing frelsara, matur og gjafir eða samvera með fjölskyldunni. Við gleymum því nefnilega fjandi oft hvað við höfum það í raun og veru gott, svona í stóra samhengi hlutanna. Að endingu (með rödd Gerðar G. Bjarklind í höfðinu) sendi ég landsmönnum öllum, vinum og vandamönnum nær og fjær hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun
Það sem skapar jólin er hefðir. Þessu hef ég komist að á aðventunni. Auðvitað vissi ég þetta fyrir, en mér finnst sem fólk sé farið að halda fastar í hefðirnar en áður. Að minnsta kosti hafa margir talað meira um þær við mig á þessari aðventu. Hefðirnar eru sem sagt sameiginlegar flestum sem halda jól. Það sem okkur finnst hátíðlegt, og gerir jólin að jólum, er það sem við höfum alist upp við eða tileinkað okkur. Það getur verið afskaplega mismunandi eftir fólki. Það sem mér finnst mjög nauðsynlegt og hátíðlegt getur öðrum fundist algjör óþarfi. Frá því að ég man eftir mér hafa mín jól verið haldin á sama stað, utan eitt skipti. Alltaf hefur verið sami matur á boðstólum og alltaf er hlustað á aftansönginn í Dómkirkjunni á Rás eitt. Að sama skapi koma jólin ekki til mín nema ég hafi hlustað á jólakveðjurnar á Þorláksmessu (enda vann ég við að taka á móti kveðjunum á síðunglingsárum), en það er eina Þorláksmessuhefðin. Ég verð að fá heitt súkkulaði í hádeginu á jóladag og fara til ömmu minnar um kvöldið. Tilfinningin er sú að ef þetta gengur ekki allt eftir koma ekki jól. Jólin koma nú alltaf samt. Hversu vel eða illa þau eru undirbúin, hversu margar smákökusortir, jólakort eða gjafir eru til þá koma þau nú alltaf á sama degi og sama tíma. Og þótt það breytist aldrei breytist ýmislegt annað með tímanum, og ekki vill maður verða algjörlega fastur í viðjum gamalla hefða. Nýjar hefðir eru líka alltaf að verða til, bæði þegar nýtt fólk kemur inn í fjölskylduna með sínar eigin hefðir og samfara því að fólk eldist. Íslendingar eru sérlega góðir í því að halda jól og áramót, enda keppnisfólk upp til hópa. Þó að hefðirnar séu nú ólíkar er eitt sem mér finnst að allir eigi að tileinka sér á þessum árstíma. Eins væmið og það hljómar þá er það þakklæti. Ef einhvern tímann er tími til að vera væminn og þakklátur er það líka á jólum og áramótum, sama hvort það mikilvægasta er hækkandi sól, fæðing frelsara, matur og gjafir eða samvera með fjölskyldunni. Við gleymum því nefnilega fjandi oft hvað við höfum það í raun og veru gott, svona í stóra samhengi hlutanna. Að endingu (með rödd Gerðar G. Bjarklind í höfðinu) sendi ég landsmönnum öllum, vinum og vandamönnum nær og fjær hugheilar jólakveðjur með þökk fyrir samveruna á árinu sem er að líða. Gleðileg jól!
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun