Enski boltinn

Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fábregas fagnar sjött marki liðsins með Eboue og Carlos Vela,.
Cesc Fábregas fagnar sjött marki liðsins með Eboue og Carlos Vela,. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína.

„Fólk efaðist um hvar hjarta hans væri en ég vissi alltaf að það væri hjá okkur," sagði Arsene Wenger. „Hann er hreinlega farinn að spila í annarri vídd. Fólk gleymir því oft að hann er bara 23 ára gamall og á aldri þar sem margir leikmenn eru bara að taka sín fyrstu spor í boltanum," sagði Wenger.

„Hann hefur frábær áhrif á liðið og það er mikilvægt fyrir okkur að hann leiði liðið til til sigurs. Hann elskar þennan klúbb og ég vissi það alltaf. Hann kom hingað 16 ára gamall og líkar við okkar leikstíl. Hvað annað þarftu til þess að vera ánægður?," spurði Wenger.

„Það er frábært fyrir okkar ungu leikmenn að spila við hlið hans. Ef þú ert 18 ára gamall eins og [Jack] Wilshere þá er einstakt tækfæri fyrir þig að fá að læra af manni eins og Fábregas," sagði Wenger sem hrósaði Fábregas einnig sérstaklega fyrir að gefa boltann óeigingjarnt á [Carlos] Vela í lokamarkinu.

„Hann sýndi hugarfar leiðtogans. Hann er ekki sjálfselskur og það kemur fram í hvernig við spilum sem lið," sagði Wenger sáttur sem sinn mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×