Fjallað er um harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004 í leyniskjölum bandaríska sendiráðsins. Þar urðu íslenskir friðargæsluliðar fyrir árás sem kostaði tvo vegfarendur lífið.
„Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar bandaríski sendiherrann.