Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar 25. janúar 2010 15:07 Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira