Sport

Stórbætti Íslandsmetið og komst í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Eyþór

Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, heldur áfram að gera það gott á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Dúbæ. Í morgun komst hún í undanúrslit í 100 m bringusundi.

Þar að auki stórbætti hún Íslandsmetið sitt um rúma sekúndu en hún synti á 1:07,26 mínútum í morgun. Hún varð í sextánda sæti af 55 keppendum og varð síðasti keppandinn inn í undanúrslitin.

Hrafnhildur komst í undanúrslit í 50 m bringusundi í fyrradag og bætti þá Íslandsmetið bæði í undanrásum og undanúrslitunum. Í gær var hún svo ekki langt frá því að komast í undanúrslit í 100 m fjórsundi.

Hrafnhildur keppir í undanúrslitunum síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×