Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Elvar Geir Magnússon skrifar 16. mars 2010 18:15 Berglind Þorvaldsdóttir tekur þátt í verkefni með U19 landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira