Sport

Sigursæl saga Ólafs Stefánssonar í kjöri Íþróttamanni ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson hefur átt frábæran feril.
Ólafur Stefánsson hefur átt frábæran feril. Mynd/AFP

Ólafur Stefánsson hefur verið mjög áberandi síðasta rúma áratuginn í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Ólafur hefur fengið stig í tólf af síðustu þrettán kjörum og hefur komist á topp tíu listann í ellefu skipti frá árinu 1997.

Ólafur hefur alls fengið 2698 stig í þessum tólf kjörum og hefur alls sjö sinnum verið meðal þriggja efstu í kjörinu. Þetta er fjórða árið í röð sem Ólafur er meðal þriggja efstu en auk þess að vera kosinn Íþróttamaður ársins 2008 og 2009 þá var hann í 2. sæti 2007 og í 3. sæti 2006.

Hér fyrir neðan má sjá stig og sæti Ólafs Stefánssonar í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins frá og með árinu 1997.

Ólafur í kosningu á Íþróttamanni ársins undanfarin þrettán ár:

1997 7. sæti 55 stig (með Wuppertal)

1998 Fékk ekki atkvæði

1999 4. sæti 95 stig (með Magdeburg)

2000 10. sæti 49 stig (með Magdeburg)

2001 2. sæti 350 stig (með Magdeburg)

2002 1. sæti 410 stig (með Magdeburg)

2003 1. sæti 322 stig (með Magdeburg og Ciudad Real)

2004 7. sæti 94 stig (með Ciudad Real)

2005 18. sæti 11 stig (með Ciudad Real)

2006 3. sæti 133 stig (með Ciudad Real)

2007 2. sæti 319 stig (með Ciudad Real)

2008 1. sæti 480 stig (með Ciudad Real)

2009 1. sæti 380 stig (með Ciudad Real og Rhein Neckar Löwen)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×