Vantar skilgreiningar á alvarlegu slysi 29. júní 2010 18:42 Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin. Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að reglurnar verði að skerpa í kjölfar umfjöllunar Stöðvar 2 um litla stúlku sem missti báðar framtennurnar í slysi en fær kostnað við aðgerðir ekki endurgreiddar þar sem Sjúkratryggingar Íslands telja slysið ekki nægilega alvarlegt. "Ég get ekki sagt annað en þetta sé alvarlegt slys. Spurningin er hins vegar hvernig alvarlegt slys er skilgreint. Það virðist vanta skilgreiningu á því hvað sé alvarlegt, að missa eina tönn, tvær eða fjórar," segir Sigurður Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands. Unga stúlkan, sem er dóttir Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu hefur gengið með góm með áföstum tönnum síðan en í ágúst er stefnt er að því að taka hluta af mjaðmabeini hennar og setja í góminn sem hefur rýrnað eftir slysið. Síðan mun hefjast langt og strangt ferli hjá tannlækni. Helga Vala sagðist í fréttum í gær vera misboðið. Hún segir kostnaðinn við tannlækningarnar hlaupa á milljónum. Hún og faðir stúlkunnar séu tilbúin að selja húsið sitt fyrir þeim kostnaði. Þeim þyki þó ósanngjarnt að Sjúkratryggingar Íslands telji slysið ekki nægilega alvarlegt til að taka þátt í að greiða aðgerðirnar, líkt og gert hefði verið ef barnið hefði dottið á nefið en ekki munninn. Sigurður Benediktsson segir að skerpa þurfi á reglugerðum, málið sé sorglegt. "Ég efast um að allir foreldrar eigi hús til að selja til að standa straum af svona kostnaði. Það er það sorglega." Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir brýnt að sambærileg mál fái sambærilega afgreiðslu á grundvelli settra reglna. Hann segir að í þessu máli sé lýsing móðurina önnur en komi fram í gögnum sem fagnefnd tannlækninga fór yfir. Berist viðbótargögn verði málið endurupptekið. Helga Vala Helgadóttir segir að aðstendur hafi ekki haft neinar forsendur til að vita að það gögn hafi vantað enda hafi stofnunin í engu leiðbeint þeim eins og lög gera ráð fyrir áður en ákvörðun var tekin.
Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira