Sport

Þormóður varð Norðurlandameistari í júdó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Norðurlandamótið í júdó fór fram í Laugardalshöllinni í dag og þar létu íslenskir júdókappar verulega að sér kveða.

Þormóður Jónsson varð Norðurlandameistari í +100 kg flokki. Hann sigraði Arnar Már Viðarsson í úrslitaglímu. Vopnafjarðartröllið Björn Sigurðsson nældi sér í bronsið.

Hermann Unnarsson varð annar í -81 kg flokki en hann tapaði fyrir Svíanum Alexander Thorell í úrslitum.

Kristján Jónsson fékk einnig silfur í -73 kg flokk en hann tapaði fyrir Dananum Dan Bjævertoft í úrslitaglímunni.

Þriðja silfrið hjá körlunum kom síðan í -66 kg flokki þar sem Stefán Jökull Sigurðarson tapaði fyrir Dananum Thor Nielsen.

Anna Soffía Víkingsdóttir fékk einnig silfur -78 kg flokki hjá konunum. Ásta Arnórsdóttir fékk brons í -57 kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×