Alonso má ekki við vandræðum 9. september 2010 16:13 Jenson Button og Fernando Alonso í forgrunni á blaðamannafundi á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni. Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni.
Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira