Undirbjó morðið í marga mánuði Andri Ólafsson skrifar 21. nóvember 2010 18:30 Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum Í játningunni kemur fram að um mitt ár 2009 hafi Gunnar Rúnar byrjað að hugsa um að myrða Hannes Þór Helgason. En tilefnið var einhvers konar þráhyggja hans í garð unnustu Hannesar. Við undirbúninginn sankaði Gunnar smátt og smátt að sér hlutum sem hann hugðist nota við morðið. Hlutum eins og lambúshettu, latexhönskum, límbandi og hníf. Þessa hluti geymdi Gunnar í bílnum sínum í marga mánuði á meðan hann beið eftir rétta tækifærinu til að láta til skarar skríða. Aðfaranótt sunnudagsins 15 ágúst síðastliðinn taldi Gunnar að sá tími væri kominn. Hann fór frá heimili sínu og keyrði inn í Setbergshverfið í Hafnarfirði þar sem hann lagði svo bílnum sínum skammt frá heimili Hannesar. Hann vafði plastpoka um fætur sínar og límdi þá fasta til að skilja ekki eftir skóför. Hann setti á sig latexhanska og lambhúshettu og klæddi sig í stóra úlpu og gekk svo síðustu metrana að húsi Hannesar með hnífi í hendi. Hugmyndina að því að undirbúa sig á þennan hátt segist Gunnar hafa fengið úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum á borð við CSI. Gunnar vissi að bakdyrnar að húsi Hannesar voru ólæstar og þannig komst hann inn í svefnherbergið þar sem Hannes lá einn sofandi. Gunnar segist hafa staðið yfir Hannesi í nokkrar mínútur áður en hann lagði til atlögu en hann lýsir því sjálfur að hann hafi fram á síðustu stundu verið að bíða eftir því einhver myndi stöðva hann. Eftir að hafa myrt Hannes hljóp Gunnar út úr húsinu. Klæddi sig úr úlpunni, tók af sér hanskana og pokana, setti allt í plastpoka ásamt hnífnum og fleygði út í Hafnarfjarðarhöfn. Gunnar brást við fréttum kvöldið eftir um að Hannes væri dáinn með því að senda tölvupóst í vinnuna þar sem tilkynnti sig veikan. Svo segist hann hafa farið að spila tölvuleiki til þess að dreifa huganum og reyna að gleyma því sem hann hafði gert. Þrátt fyrir allt þetta virðist Gunnar ekki hafa borið neinn kala til Hannesar Helgasonar. Því þegar lögreglan spyr hvaða tilfinnignar hann hafi borið til Hannesar svarar Gunnar því til að Hannes hafi verið fínn gaur og almennilegur. En að vegna afbrýðissemi hafi hann viljað losna við hann eins og hann orðar það. Færa má rök fyrir því að þessa mikli undirbúningur Gunnars og hve lengi hann stóð yfir bendi til þess að hann hafi haft einbeittan ásetning til að bana Hannesi. Það er að minnsta kosti skoðun fjölskyldu Hannesar Helgasonar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira