Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg 14. apríl 2010 13:31 Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að auk þessa þurfi þeir sem eigi minna en 100.000 evrur inn á reikningum sínum hjá Danske Bank í Luxemborg að greiða sérstakt gjald fyrir það. Nemur gjaldið 500 evrum á ári eða rúmlega 85.000 kr. Nordea er með svipaðar reglur hjá sínum dótturbanka í Luxemborg en þar er lágmarkið hinsvegar 300.000 evrur. Klaus Mönsted Pedersen forstjóri Danske Bank International útskýrir þessar reglur þannig að vinnan fyrir viðskiptavinina í Luxemborg sé krefjandi og tímafrek. „Það kostar að veita þá ráðgjöf sem við bjóðum upp á og því er engin ástæða fyrir viðskiptin eða bankann að eiga kúnna sem ekki hafa þröf fyrir flókna ráðgjöf," segir Pedersen. Dótturbanki Danske Bank í Luxemborg er einkum ætlaður Dönum sem búa utan Danmerkur. Um 20.000 Danir fluttu frá heimalandinu á síðasta ári en Pedersen vill ekki gefa upp hve margir Danir séu viðskiptavinir bankans í Luxemborg. Slíkt sé viðskiptaleyndarmál. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að auk þessa þurfi þeir sem eigi minna en 100.000 evrur inn á reikningum sínum hjá Danske Bank í Luxemborg að greiða sérstakt gjald fyrir það. Nemur gjaldið 500 evrum á ári eða rúmlega 85.000 kr. Nordea er með svipaðar reglur hjá sínum dótturbanka í Luxemborg en þar er lágmarkið hinsvegar 300.000 evrur. Klaus Mönsted Pedersen forstjóri Danske Bank International útskýrir þessar reglur þannig að vinnan fyrir viðskiptavinina í Luxemborg sé krefjandi og tímafrek. „Það kostar að veita þá ráðgjöf sem við bjóðum upp á og því er engin ástæða fyrir viðskiptin eða bankann að eiga kúnna sem ekki hafa þröf fyrir flókna ráðgjöf," segir Pedersen. Dótturbanki Danske Bank í Luxemborg er einkum ætlaður Dönum sem búa utan Danmerkur. Um 20.000 Danir fluttu frá heimalandinu á síðasta ári en Pedersen vill ekki gefa upp hve margir Danir séu viðskiptavinir bankans í Luxemborg. Slíkt sé viðskiptaleyndarmál.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira