Enski boltinn

Líkur á því að Wayne Rooney nái Manchester City leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney liggur hér meiddur á vellinum en fær stuðning frá félögum sínum Paul Scholes og Ryan Giggs.
Wayne Rooney liggur hér meiddur á vellinum en fær stuðning frá félögum sínum Paul Scholes og Ryan Giggs. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney verði frá í tvær til þrjár vikur vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni.

Það þýðir að Wayne Rooney gæti náð því að spila á móti nágrönnunum í

Manchester City þegar liðið mætast 17. apríl næstkomandi. Rooney ætti í besta falli að geta verið með í fjórum síðustu deildarleikjum liðsins sem og báðum undanúrslitaleikjunum komist United í gegnum Bayern án hans.

Ferguson staðfesti í morgun að meiðslin eru ekki mjög alvarleg og það hafi ekki verið neinar skemmdir á beinum eða liðböndum í hægri ökkla Rooney. Það sagði Ferguson hafa verið mikinn létti.

Skoski stjórinn talaði um að Rooney myndi missa af næstu þremur leikjum sem eru á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni ámorgun, seinni leikurinn á móti Bayern Munchen í næstu viku og svo deildarleik á móti Blackburn 11. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×