Engin örvænting þrátt fyrir áföll 29. mars 2010 14:03 Sebastian Vettel hefur misst af tveimur mögulegum sigrum í fyrstu tveimur mótum ársins. Nordicphotos/Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira