Fótbolti

Arnór hefur ekkert heyrt frá Bröndby

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason .
Stefán Gíslason . Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er ekkert að gerast í málum Stefáns Gíslason samkvæmt heimildum danska Tipsblaðsins en íslenski miðjumaðurinn hefur ekkert fengið að spila með Bröndby á þessu tímabili eftir að hafa snúið til baka úr láni frá norska félaginu Viking.

Arnór Guðjohnsen er umboðsmaður Stefáns og hann var í viðtali hjá danska Tipsblaðinu í dag. Arnór var þar spurður út í stöðu mála og það hvort að hann hafi talað við forráðamenn Bröndby eins og hann ætlaði að gera í lok síðasta mánaðar.

„Þeir hafa sagt Stefáni að þeir vilji leita að lausn í þessu máli og að þeir hafi áhuga á því að ræða framtíðina. Ég hef samt ekkert heyrt frá þeim og eins og er þá veit ég ekkert hvað þeir ætla sér," sagði Arnór og bætti við:

„Ég kemur glaður í heimsókn til Danmerkur ef Bröndby-menn biðja um það en ég hef þó ekki mikla trú á því að það muni gerast," sagði Arnór. Samingur Stefán Gíslasonar við Bröndby rennur út 30. júní 2012.

„Það er eðlilegt að við séum að reyna að koma leikmanni frá liði þar sem hann fær ekkert að spila. Það gerist hinsvegar ekkert þegar glugginn er lokaður og eins veit ég ekki af áhuga annarra liða. Stefán verður bara að haga sér fagmannlega og æfa sjálfur í Bröndby. Við verðum síðan bara að sjá hvernig þetta endar en þetta er vissulega skrítin staða," sagði Arnór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×