Samið eða dæmt? Ólafur Stephensen skrifar 28. maí 2010 14:56 Það virðist ögn langsótt að halda því fram, eins og forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gera, að áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til Íslands, um að íslenzkum stjórnvöldum beri að greiða Icesave-skuldbindingarnar, styrki samningsstöðu landsins. ESA telur Ísland brotlegt við EES-samninginn, greiði stjórnvöld ekki innistæðueigendum Landsbankans, lágmarkstrygginguna sem tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar kveður á um. Ennfremur telur ESA að með neyðarlögunum, sem tryggðu bankainnistæður á Íslandi en ekki í íslenzkum bönkum erlendis, hafi Ísland mismunað EES-þegnum og brotið samninginn. Stjórnmálamenn, sem kjósa að skipta heiminum í "okkur" og "útlendingana sem eru á móti okkur", virðast ekki átta sig á að ESA er ekki stofnun útlendinganna, heldur okkar. EFTA-ríkin settu hana á fót til að gæta þess að farið sé eftir EES-samningnum. Að hún skuli komast að þessari niðurstöðu, þvert á rökstuðning íslenzkra stjórnvalda, styrkir ekki málstað Íslands, því miður. Rök Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar eru að álit ESA sé gott fyrir Ísland, vegna þess að í því sé opnað fyrir þann möguleika að ESA dragi Ísland fyrir EFTA-dómstólinn, sem sé "dómstólaleiðin" sem þeir hafi alltaf viljað. En er dómstólaleiðin í Icesave áreiðanlega betri en samningaleiðin? Ef menn eru algerlega vissir um að hafa lögin sín megin, þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af að leggja mál í dóm. En þannig er það ekki í Icesave-málinu. Þar er í bezta falli lagaleg óvissa. Talsmenn stjórnarandstöðunnar benda réttilega á að óvissan þýði að Bretland og Holland vilji ekki fara með deiluna fyrir dóm. En af sömu ástæðum ætti Ísland að forðast að fara dómstólaleiðina. Í samningum geta menn gert málamiðlanir; gefið eftir eitt atriði til að ná öðru fram. Allt til enda geta báðir aðilar haft ákveðna stjórn á niðurstöðunni; hún er sú sem þeir verða sammála um. Fyrir dómstóli geta menn unnið allt og fengið dóm, sem er þeim að öllu leyti í hag, en líka tapað öllu og fengið afar óhagstæðan dóm. Þá hafa aðilar málsins ekki lengur stjórn á útkomunni. Það er áhættan, sem er tekin með því að fara dómstólaleiðina. Í Icesave-málinu hefur samningamönnum Íslands tekizt að fá Holland og Bretland til að koma til móts við íslenzka hagsmuni og fallast á betri kjör á láninu, sem þessi ríki veita fyrir Icesave-skuldbindingunum. Segja má að þannig hafi menn getað nýtt hina lagalegu óvissu í málinu. Verði samningum lokið á þeim nótum, vita Íslendingar að hverju þeir ganga. Ef ESA dregur Ísland hins vegar fyrir dóm, vitum við ekki hver útkoman verður. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag, hefur ESA unnið 26 samningsbrotamál gegn aðildarríkjunum fyrir EFTA-dómstólnum, en tapað tveimur. Það bendir til að stofnunin fari sjaldan fram með mál nema vera býsna viss í sinni sök. Dómstólaleiðin mun aukinheldur þýða drátt á lausn Icesave-málsins, sem mun kosta íslenzkt atvinnulíf ómælda fjármuni, í formi óhagstæðari lánskjara og tapaðra fjárfestinga. Samningaleiðin er áfram rétta leiðin í Icesave-málinu. Ísland á að ljúka samningum sem fyrst. Það er einn lykillinn að því að þjóðin geti farið að horfa fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Það virðist ögn langsótt að halda því fram, eins og forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gera, að áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til Íslands, um að íslenzkum stjórnvöldum beri að greiða Icesave-skuldbindingarnar, styrki samningsstöðu landsins. ESA telur Ísland brotlegt við EES-samninginn, greiði stjórnvöld ekki innistæðueigendum Landsbankans, lágmarkstrygginguna sem tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar kveður á um. Ennfremur telur ESA að með neyðarlögunum, sem tryggðu bankainnistæður á Íslandi en ekki í íslenzkum bönkum erlendis, hafi Ísland mismunað EES-þegnum og brotið samninginn. Stjórnmálamenn, sem kjósa að skipta heiminum í "okkur" og "útlendingana sem eru á móti okkur", virðast ekki átta sig á að ESA er ekki stofnun útlendinganna, heldur okkar. EFTA-ríkin settu hana á fót til að gæta þess að farið sé eftir EES-samningnum. Að hún skuli komast að þessari niðurstöðu, þvert á rökstuðning íslenzkra stjórnvalda, styrkir ekki málstað Íslands, því miður. Rök Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar eru að álit ESA sé gott fyrir Ísland, vegna þess að í því sé opnað fyrir þann möguleika að ESA dragi Ísland fyrir EFTA-dómstólinn, sem sé "dómstólaleiðin" sem þeir hafi alltaf viljað. En er dómstólaleiðin í Icesave áreiðanlega betri en samningaleiðin? Ef menn eru algerlega vissir um að hafa lögin sín megin, þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af að leggja mál í dóm. En þannig er það ekki í Icesave-málinu. Þar er í bezta falli lagaleg óvissa. Talsmenn stjórnarandstöðunnar benda réttilega á að óvissan þýði að Bretland og Holland vilji ekki fara með deiluna fyrir dóm. En af sömu ástæðum ætti Ísland að forðast að fara dómstólaleiðina. Í samningum geta menn gert málamiðlanir; gefið eftir eitt atriði til að ná öðru fram. Allt til enda geta báðir aðilar haft ákveðna stjórn á niðurstöðunni; hún er sú sem þeir verða sammála um. Fyrir dómstóli geta menn unnið allt og fengið dóm, sem er þeim að öllu leyti í hag, en líka tapað öllu og fengið afar óhagstæðan dóm. Þá hafa aðilar málsins ekki lengur stjórn á útkomunni. Það er áhættan, sem er tekin með því að fara dómstólaleiðina. Í Icesave-málinu hefur samningamönnum Íslands tekizt að fá Holland og Bretland til að koma til móts við íslenzka hagsmuni og fallast á betri kjör á láninu, sem þessi ríki veita fyrir Icesave-skuldbindingunum. Segja má að þannig hafi menn getað nýtt hina lagalegu óvissu í málinu. Verði samningum lokið á þeim nótum, vita Íslendingar að hverju þeir ganga. Ef ESA dregur Ísland hins vegar fyrir dóm, vitum við ekki hver útkoman verður. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag, hefur ESA unnið 26 samningsbrotamál gegn aðildarríkjunum fyrir EFTA-dómstólnum, en tapað tveimur. Það bendir til að stofnunin fari sjaldan fram með mál nema vera býsna viss í sinni sök. Dómstólaleiðin mun aukinheldur þýða drátt á lausn Icesave-málsins, sem mun kosta íslenzkt atvinnulíf ómælda fjármuni, í formi óhagstæðari lánskjara og tapaðra fjárfestinga. Samningaleiðin er áfram rétta leiðin í Icesave-málinu. Ísland á að ljúka samningum sem fyrst. Það er einn lykillinn að því að þjóðin geti farið að horfa fram á veginn.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun