Innlent

Maraþonlestur í Borgarleikhúsinu

SB skrifar
Ellert Ingimundarson leikari, djúpt sokkinn í rannsóknarskýrsluna.
Ellert Ingimundarson leikari, djúpt sokkinn í rannsóknarskýrsluna.

Óvenjulegur gjörningur á sér nú stað í Borgarleikhúsinu þar sem rannsóknarskýrsla Alþingis er lesin upp í heild sinni - orð fyrir orð. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lestrinum á vef Borgarleikhússins.

Nú fyrir skömmu var leikarinn Ellert Ingimundarson að hefja lestur á blaðsíðu 76 í skýrslunni þar sem farið er yfir meginniðurstöður nefndarinnar. Ljóst er að leikararnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum í næstu bindum þar sem farið er í tæknilegar útfærslur á hruninni þó flókin hagfræðihugtök og útreikningar ættu vart að vera fremstu leikurum þjóðarinnar tungubrjótur.

Á vefsíðu Borgarleikhússins er gjörningurinn útskýrður á þann hátt að flutningurinn sé táknrænn. "Leikhúsið verður eins konar griðarstaður þar sem fólk getur komið, hlustað á lesturinn og hugleitt efnið, innihaldið og orsakirnar."

Eins og áður segir er hægt að fylgjast með lestrinum í beinni útsendingu hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×