Sport

Bæði stúlknamet og drengjamet í 50 metra baksundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH Mynd/isi.is
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH og Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í 50 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslauginni. Ingibjörg synti á nýju stúlknameti og Fjölnismaðurinn Kristinn Þórarinsson setti sitt fimmta drengjamet á mótinu.

Ingibjörg Kristín synti á nýju stúlknameti en hún er 17 ára. Hún synti á 29,23 sekúndum en gamla metið átti Anja Ríkey Jakobsdóttir, 29,57 sekúndur frá árinu 2003. Önnur var Eygló Ósk Gústafsdóttir á 29,42 sekúndum og þriðja var Bryndís Rún Hansen á 29,59 sekúndum. Allar þessar stúlkur syntu undir EM lágmarki sem er 29,80 sekúndur.

Kolbeinn synti á 27,50 sekúndum, annar var Orri Freyr Guðmundsson úr SH á 27,62 sekúndum og þriðji hinn ungi og snöggi Kristinn Þórarinsson með enn eitt drengjametið, 27,86 sekúndur. Gamla metið var alls ekki gamalt en hann setti það í morgun. Þessi drengur setur met í hvert sinn sem hann styngur sér til sunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×