Boltaleikurinn Ólafur Stephensen skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi". Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Landsdómsmálið hefur sannarlega ekki hjálpað til; niðurstaða þess ól á biturð og tortryggni á milli stjórnmálaflokkanna. En hluti af vandanum er líka að stjórnmálaleiðtogarnir hafa ekki komizt út úr gamalli pólitískri hefð Íslendinga, þar sem stjórn og stjórnarandstaða finna hvor annarri ævinlega allt til foráttu og litið er á pólitíkina eins og boltaleik, þar sem máli skiptir hver vinnur og hver tapar, ekki að menn taki höndum saman um að leysa úr vanda lands og þjóðar. Pólitíkusarnir halda líklega að þeir séu að spila fyrir kjósendur, en almenningi líður stundum fremur eins og hann sé boltinn sem sparkað er í en áhorfandi í stúkusæti. Formaður Framsóknarflokksins setur sig nú í fræðilegar stellingar og talar um „pólitíska ástandið" eins og hann sé alls ekki hluti af leiknum sjálfur og hafi ekkert lagt af mörkum til að skapa það ófremdarástand sem ríkir í pólitíkinni. Sem er því miður líka eitt af sjúkdómseinkennum hinnar gömlu og úreltu pólitíkur. Sigmundur Davíð talar brattur um að það sé alls ekki hægt að kynna fólki samning um að ganga frá kröfu upp á „hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu". Þetta segir - án þess að blikna - formaður flokks, sem lengst hefur haldið til streitu óskynsamlegum og ábyrgðarlausum tillögum um að senda skattgreiðendum og lífeyrisþegum 200 milljarða króna reikning fyrir flata skuldaniðurfellingu, sem gagnast minnihluta þeirra sem nú glíma við alvarlegan skuldavanda. Lárus Blöndal, sem tilnefndur var af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina, segir í Fréttablaðinu í gær að ágætar líkur séu á að hægt sé að ná samningum við Breta og Hollendinga um Icesave. Hins vegar þurfi pólitískan vilja og samstöðu til að ljúka samningum. Sú samstaða næst ekki nema bæði stjórn og stjórnarandstaða hætti hinum pólitíska boltaleik og fari að vinna saman af ábyrgð að hag lands og þjóðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reynir að skora með því að halda fram að bezt sé að bíða og semja ekkert um Icesave. Það er blekking. Icesave-deilan er ein ástæða þess að Ísland hefur ekkert lánstraust og erlendir fjárfestar vilja ekki leggja okkur lið. Öll töf á málinu kostar þjóðina mikið fé, þótt ekki sé hægt að „núvirða það". Samningar um Icesave eru ósköp einfaldlega ein forsenda þess að endurreisa efnahag og orðspor Íslands. En auðvitað þarf pólitískan kjark til að horfast í augu við þá stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi". Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Landsdómsmálið hefur sannarlega ekki hjálpað til; niðurstaða þess ól á biturð og tortryggni á milli stjórnmálaflokkanna. En hluti af vandanum er líka að stjórnmálaleiðtogarnir hafa ekki komizt út úr gamalli pólitískri hefð Íslendinga, þar sem stjórn og stjórnarandstaða finna hvor annarri ævinlega allt til foráttu og litið er á pólitíkina eins og boltaleik, þar sem máli skiptir hver vinnur og hver tapar, ekki að menn taki höndum saman um að leysa úr vanda lands og þjóðar. Pólitíkusarnir halda líklega að þeir séu að spila fyrir kjósendur, en almenningi líður stundum fremur eins og hann sé boltinn sem sparkað er í en áhorfandi í stúkusæti. Formaður Framsóknarflokksins setur sig nú í fræðilegar stellingar og talar um „pólitíska ástandið" eins og hann sé alls ekki hluti af leiknum sjálfur og hafi ekkert lagt af mörkum til að skapa það ófremdarástand sem ríkir í pólitíkinni. Sem er því miður líka eitt af sjúkdómseinkennum hinnar gömlu og úreltu pólitíkur. Sigmundur Davíð talar brattur um að það sé alls ekki hægt að kynna fólki samning um að ganga frá kröfu upp á „hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu". Þetta segir - án þess að blikna - formaður flokks, sem lengst hefur haldið til streitu óskynsamlegum og ábyrgðarlausum tillögum um að senda skattgreiðendum og lífeyrisþegum 200 milljarða króna reikning fyrir flata skuldaniðurfellingu, sem gagnast minnihluta þeirra sem nú glíma við alvarlegan skuldavanda. Lárus Blöndal, sem tilnefndur var af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina, segir í Fréttablaðinu í gær að ágætar líkur séu á að hægt sé að ná samningum við Breta og Hollendinga um Icesave. Hins vegar þurfi pólitískan vilja og samstöðu til að ljúka samningum. Sú samstaða næst ekki nema bæði stjórn og stjórnarandstaða hætti hinum pólitíska boltaleik og fari að vinna saman af ábyrgð að hag lands og þjóðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reynir að skora með því að halda fram að bezt sé að bíða og semja ekkert um Icesave. Það er blekking. Icesave-deilan er ein ástæða þess að Ísland hefur ekkert lánstraust og erlendir fjárfestar vilja ekki leggja okkur lið. Öll töf á málinu kostar þjóðina mikið fé, þótt ekki sé hægt að „núvirða það". Samningar um Icesave eru ósköp einfaldlega ein forsenda þess að endurreisa efnahag og orðspor Íslands. En auðvitað þarf pólitískan kjark til að horfast í augu við þá stöðu.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun